Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Handbók vegna stöðlunar á stöðu- og framvinduprófum Matsferils

Leiðbeiningar vegna stöðlunar á stöðu- og framvinduprófum Matsferils

Hér má nálgast pdf útgáfu af leiðbeiningunum.

Matssvið Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu

17. mars – 11. apríl 2025

    Gert er ráð fyrir að próffyrirlögnin í heild sinni rúmist innan tveggja 40 mínútna kennslustunda en sjálf prófúrlausnin mun þó taka langflesta nemendur mun skemmri tíma. Virkur próftími í prófakerfinu eru 80 mínútur og er sá tími sem nemandinn hefur til að ljúka prófi. Að þeim tíma loknum lokast prófakerfið sjálfkrafa og skilar inn úrlausnum hafi nemandi ekki þegar lokið prófinu og skilað því inn. Gott er að hafa í huga að innskráning í prófið getur tekið dálítinn tíma og gera má ráð fyrir að nemendur í yngri bekkjum þurfi meiri aðstoð við innskráninguna en þeir eldri. Hægt er að hefja próffyrirlögn frá kl. 8:30 til 13:30 alla virka daga innan prófaglugga.