Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Handbók vegna stöðlunar á stöðu- og framvinduprófum Matsferils

Leiðbeiningar vegna stöðlunar á stöðu- og framvinduprófum Matsferils

Hér má nálgast pdf útgáfu af leiðbeiningunum.

Matssvið Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu

17. mars – 11. apríl 2025

    • Í upphafi prófs eru lesnar leiðbeiningar. Að þeim loknum er rétt að skapa góðan vinnufrið.

    • Kennari getur gengið um og athugað hvort nemandi sé ekki að svara prófatriðum (spurningum) með því að skoða vinnustiku nemenda sem birtist neðst á skjánum.

    • Vakni spurningar á prófdegi um hvort víkja þurfi frá leiðbeiningum um fyrirlögn prófanna skal ávallt hafa samband við MMS og fá samþykki fyrir því.

    • Óheimilt er að lesa upp tilkynningar eða gera athugasemdir varðandi prófin meðan á prófi stendur nema að beiðni eða með samþykki MMS.

    • Þegar próftími er rúmlega hálfnaður er gott að minna nemendur á að athuga hvað próftímanum líður í sínu tæki.