Tímalengd prófa
Próf skulu fara fram samkvæmt próflýsingu og tímalengd þeirra vera sem hér segir
Bókleg próf
Próf | Tímalengd prófs |
Hóppróf | 45 mínútur |
Einstaklingspróf (Sérpróf, lespróf og túlkpróf) | 45 – 90 mínútur |
Verkleg próf
Próf | Heildartímalengd prófs | Lágmarks próftími í aksturshæfni |
A1, A2, A | 45 mín. | 30 mín. |
A aukin | 40 mín. | 25 mín. |
B | 45 mín. | 35 mín. |
BE | 50 mín. | 45 mín. |
Bff | 55 mín. (leigubílapróf) | 45 mín. |
C, C1, D1 | 55 mín. | 45 mín. |
CE, C1E | 55 mín. | 45 mín. |
Dff, D1ff | 75 mín. | 60 mín. |
DE, D1E | 55 mín. | 45 mín. |
AM | 40 mín. | 25 mín. |
T | 40 mín. | 25 mín. |
Tímalengd prófs sem hér er tilgreind á við um prófið sjálft (munnlegt próf, æfingar á plani og próf í aksturshæfni (akstur í umferð) – eftir því sem við á auk yfirferðar á niðurstöðu prófs með próftaka). Undirbúningur og frágangur vegna prófs má ekki telja sem hluta tímalengdar prófs. Við skipulagningu prófa skal gera ráð fyrir tíma í þessa og hugsanlega aðra þætti. Fyrirlagning og framkvæmd prófa er mjög vandasöm og viðkvæm og má aldrei vinna sem akkorðsvinnu.
Prófdómarar skulu skrá á skráningarblöð verklegra prófa upphaf og lok aksturs í umferð, þ.e. hvenær ekið er úr hlaði og hvenær akstri lýkur.