Fara beint í efnið

Handbók ökuprófa

Þjónustuaðili:

Gildir frá 01.01.2024

    Skilyrði próftöku

    Til að fá að gangast undir próf, bóklegt eða verklegt þarf að fullnægja ýmsum skilyrðum s.s. að gild próftökuheimild sýslumanns liggi fyrir, að nám sé samkvæmt reglugerð og námskrá og að tilskildum aldri sé náð. Prófdómari skal, áður en próf hefst, kanna skilríki próftaka. Þegar krafa er um ökunám skal ennfremur kanna ökunámsbók, ef ökunám er ekki í samræmi við reglur skal liggja fyrir undanþáguheimild frá Samgöngustofu. Ef ökukennari eða próftaki fer fram á undanþágu frá reglum um ökupróf skal ökukennari beina málinu, með skýringum á ástæðum, til Samgöngustofu til afgreiðslu.

    Réttindi og aldur    

    Flokkur

    Veitir réttindi á:

    Aldur

    AM

    létt bifhjól, á tveimur eða þremur hjólum, hámarkshraði 45 km

    15

    A1

    bifhjól: (a) á tveimur hjólum, afl ≤ 11 kW, slagrými ≤ 125 sm³ og hlutfall afls/þunga ≤ 0,1 kW/kg og (b) á þremur hjólum, afl ≤ 15 kW

    17

    A2

    bifhjól: á tveimur hjólum, afl ≤ 35 kW og hlutfall afls/þunga ≤ 0,2 kW/kg og ekki leitt af bifhjóli með yfir tvöfalt afl

    19

    A

    bifhjól á tveimur eða þremur hjólum

    24*

    B

    bifreið með leyfða heildarþyngd ≤ 3.500 kg, gerða fyrir ≤ 8 farþega auk ökumanns

    17

    Ba

    bifreið til farþegaflutningar í atvinnuskyni í B-flokki

    20

    BE

    bifreið í B-flokki með eftirvagn/tengitæki ≤ 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd

    18

    C1

    bifreið, gerð fyrir ≤ 8 farþega auk ökumanns, leyfð heildarþyngd > 3.500 kg og ≤ 7.500 kg, með eftirvagn/tengitæki ≤ 750 kg að leyfðri heildarþyngd

    18

    C1a

    bifreið til vöruflutninga í atvinnuskyni í C1-flokki

    18

    C1E

    bifreið í (a) C1-flokki með eftirvagn/tengitæki > 750 kg að leyfðri heildarþyngd, leyfð heildarþyngd vagnlestar ≤12.000 kg og (b) B-flokki með eftirvagn/tengitæki > 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd, leyfð heildarþyngd vagnlestar ≤12.000 kg

    18

    C

    bifreið með leyfða heildarþyngd > 3.500 kg, gerða fyrir ≤ 8 farþega auk ökumanns með eftirvagn/tengitæki ≤ 750 kg að leyfðri heildarþyngd

    21

    Ca

    bifreið til vöruflutninga í atvinnuskyni í C-flokki

    21

    CE

    bifreið í C-flokki með eftirvagn/tengitæki > 750 kg að leyfðri heildarþyngd

    21

    D1

    bifreið, ekki lengri en 8 m, gerða fyrir ≤16 farþega auk ökumanns með eftirvagn/tengitæki ≤ 750 kg að leyfðri heildarþyngd

    21

    D1a

    bifreið til farþegaflutninga í atvinnuskyni í B- og D1-flokki

    21

    D1E

    bifreið í D1-flokki með eftirvagn/tengitæki > 750 kg að leyfðri heildarþyngd

    21

    D

    bifreið gerð fyrir > 8 farþega auk ökumanns

    23

    Da

    bifreið til farþegaflutningar í atvinnuskyni í B-, D1 ogD-flokki

    23

    DE

    bifreið í D-flokki með eftirvagn/tengitæki > 750 kg að leyfðri heildarþyngd

    23

    T

    dráttarvél með þeim eftirvögnum sem hún má draga

    16

    * en þó þeim sem orðinn er 21 árs, hafi hann í a.m.k. tvö ár haft ökuskírteini fyrir A2-flokk.

    Skilyrði skriflegra og verklegra prófa