Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Handbók farsældar - innleiðing farsældarlaganna á landsvísu

Auk þessarar rafrænu útgáfu er einnig til PDF útgáfa af handbókinni.

    Innleiðingarhringur farsældar

    Innleiðingarhringur farsældarlaganna inniheldur sjö skref en gert er ráð fyrir því að það taki sveitarfélög og stofnanir mislangan tíma að ljúka hringnum. Að honum loknum er mikilvægt að setja saman ný markmið sem stuðla að því að viðhalda farsældinni í öllu starfi með börnum og fjölskyldum þeirra.

    Skref innleiðingarhringsins eru: (sjá mynd, opnast í nýjum glugga)

    1. Upphaf og undirbúningur

    2. Stöðumat

    3. Fræðsla

    4. Aðgerðaáætlun

    5. Framkvæmd

    6. Lokamat, endurgjöf og verklagsreglur

    7. Ný markmið og áframhald

    Í ljósi þess að flest sveitarfélög og stofnanir eru þegar komin af stað í innleiðingu farsældarlaganna var ákveðið að tengja gátlista um stöðu innleiðingar við innleiðingarhring farsældar. Sveitarfélög og stofnanir geta nýtt gátlistana til að meta hvar þau eru stödd í innleiðingunni; þ.e. hvað er búið að gera, hvað vantar upp á og í kjölfarið gert aðgerðaáætlun út frá því.

    Hægt er að nálgast gátlistana um stöðu innleiðingar bæði á pdf og rafrænu formi. Með því að fylla út rafræna formið samþykkir sveitarfélag/stofnun að deila svörum um stöðu innleiðingar með farsældarsviði BOFS. Það stuðlar að aukinni yfirsýn yfir stöðu innleiðingar og markvissari ráðgjöf af hálfu BOFS. Mælst er til þess að sveitarfélög/stofnanir nýti rafrænu útgáfuna.

    Farsældarlögin fela í sér breytingar á ýmsum sviðum þegar kemur að þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Um er að ræða bæði verklags- og viðhorfsbreytingar í málefnum barna sem eru þó misumfangsmiklar eftir sveitarfélögum og stofnunum.

    Hér á eftir er farið ítarlega yfir skrefin sjö ásamt gátlistum, leiðbeiningum og ítarefni sem styðja við innleiðingarferlið.

    Aðgerðaáætlun um innleiðingu farsældar útlistar með skýrum hætti markmið sveitarfélagsins/stofnunarinnar vegna innleiðingar farsældar. Ábyrgðaraðili innleiðingar farsældarlaganna og stýrihópur hafa umsjón með gerð aðgerðaáætlunar og velja aðgerðirnar út frá niðurstöðum allra þátta stöðumatsins. Mikilvægt er að þær aðgerðir sem settar eru í aðgerðaáætlun séu skýrar og vel skilgreindar, að þeim fylgi tímarammi og að umsjónarmaður sé tilnefndur fyrir hverja og eina aðgerð.

    Umsjónarmaður aðgerðarinnar er ekki með það hlutverk að koma aðgerðinni í framkvæmd upp á eigin spýtur heldur er honum ætlað að vera talsmaður aðgerðarinnar og hafa yfirumsjón með henni. Sá sem tilnefndur er sem umsjónarmaður aðgerðar þarf að vera upplýstur um hlutverk sitt og hvaða væntingar eru gerðar til hans og vinnunnar. Einnig gæti verið viðeigandi að setja saman verkefnahópa sem vinna sérstaklega að ákveðnum aðgerðum áætlunarinnar í samvinnu við umsjónarmenn aðgerða.

    Aðgerðir í aðgerðaáætlun um innleiðingu farsældarlaganna geta til að mynda tekið til þátta sem snúa að auknu samstarfi ólíkra þjónustueininga sem koma að þjónustu við börn, stigskiptingu farsældarþjónustu og gerð úrræðalista sveitarfélags/stofnunar, tilnefningu tengiliða og málstjóra farsældar og verklagi sem snýr að hlutverkum og verkefnum þeirra. Einnig ætti aðgerðaáætlun að innihalda fræðsluáætlun sem snýr að fræðslu fyrir þjónustuveitendur og fræðslu til barna og foreldra um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

    Sumar aðgerðir koma til með að vera umfangsmeiri og tímafrekari en aðrar en þá er mikilvægt að skilgreina vel markmið með aðgerðinni og brjóta niður í minni viðráðanlegri þætti sem allir miða að því að ná lokamarkmiðinu.

    Þegar drög að aðgerðaáætlun eru tilbúin er sveitarfélagi/stofnun velkomið að senda hana til farsældarsviðs BOFS (farsaeld@bofs.is) sem getur þá veitt endurgjöf og aðstoð við einstaka þætti.

    Mælt er með því að aðgerðaáætlun sé lögð fyrir sveitarstjórn og/eða fastanefndir sveitarfélaga, eða yfirstjórnir stofnana og hún samþykkt formlega en það er mikilvægur liður í eignarhaldi innleiðingarinnar. Einnig er mælst til þess að aðgerðaáætlun sé kynnt fyrir íbúum sveitarfélagsins og þjónustuþegum stofnana, t.d. á heimasíðu sveitarfélagsins/stofnunarinnar.

    Sniðmát