Fara beint í efnið

Handbók farsældar - innleiðing farsældarlaganna á landsvísu

Auk þessarar rafrænu útgáfu er einnig til PDF útgáfa af handbókinni.

    Svona höfum við áhrif í farsælum sveitarfélögum og stofnunum

    Innleiðing nýrrar hugsunar, verklags og viðhorfa í þjónustu við börn og fjölskyldur krefst þess að unnið sé á kerfisbundinn hátt að því að bæta verkferla innan sveitarfélaga og stofnana. Breytingarkenningar geta hjálpað til við að skilja og stýra breytingum á markvissan hátt. Með því að leggja áherslu á aðgerðir sem stuðla að árangri, skapa jákvæðar afurðir og hafa varanleg áhrif, er unnt að ná fram árangursríkum breytingum fyrir þjónustuveitendur, börn og foreldra.

    Hér er hægt að nálgast stærri mynd

    Nytsamlegir hlekkir