Fara beint í efnið

Handbók farsældar - innleiðing farsældarlaganna á landsvísu

Auk þessarar rafrænu útgáfu er einnig til PDF útgáfa af handbókinni.

    Fyrirmyndarverkefni farsældar

    Frumkvöðlasveitarfélög farsældar

    Sveitarfélögin Akraneskaupstaður, Akureyrarbær, Sveitarfélagið Árborg og Vestmannaeyjabær tóku að sér að gerast svokölluð ,,frumkvöðlasveitarfélög‘‘ við innleiðingu farsældarlaganna frá upphafi innleiðingar. Með því að taka þetta hlutverk að sér hefur það gefið sveitarfélögunum bæði rými og tækifæri til að reka sig á áskoranir og afla þannig upplýsinga sem önnur sveitarfélög geta lært af. Hlutverkið felur einnig í sér reglubundna samvinnu við Barna- og fjölskyldustofu á innleiðingartímanum sem hefur skapað grundvöll til umræðu um áskoranir og ávinning og hefur það m.a. leitt af sér samráð um gerð og prufukeyrslu stuðningsefnis.

    Hér að neðan má finna upplýsingar um verkefni sem frumkvöðlasveitarfélögin hafa unnið að með góðum árangri, svokölluð fyrirmyndarverkefni farsældar. Vonir standa til þess að önnur sveitarfélög og stofnanir geti lært af reynslu þeirra og nýtt í sinni vegferð í átt að farsæld allra barna.