Handbók farsældar - innleiðing farsældarlaganna á landsvísu
Þjónustuaðili:
Auk þessarar rafrænu útgáfu er einnig til PDF útgáfa af handbókinni.
Innleiðingarhringur farsældar
Innleiðingarhringur farsældarlaganna inniheldur sjö skref en gert er ráð fyrir því að það taki sveitarfélög og stofnanir mislangan tíma að ljúka hringnum. Að honum loknum er mikilvægt að setja saman ný markmið sem stuðla að því að viðhalda farsældinni í öllu starfi með börnum og fjölskyldum þeirra.
Skref innleiðingarhringsins eru: (sjá mynd, opnast í nýjum glugga)
Upphaf og undirbúningur
Stöðumat
Fræðsla
Aðgerðaáætlun
Framkvæmd
Lokamat, endurgjöf og verklagsreglur
Ný markmið og áframhald
Í ljósi þess að flest sveitarfélög og stofnanir eru þegar komin af stað í innleiðingu farsældarlaganna var ákveðið að tengja gátlista um stöðu innleiðingar við innleiðingarhring farsældar. Sveitarfélög og stofnanir geta nýtt gátlistana til að meta hvar þau eru stödd í innleiðingunni; þ.e. hvað er búið að gera, hvað vantar upp á og í kjölfarið gert aðgerðaáætlun út frá því.
Hægt er að nálgast gátlistana um stöðu innleiðingar bæði á pdf og rafrænu formi. Með því að fylla út rafræna formið samþykkir sveitarfélag/stofnun að deila svörum um stöðu innleiðingar með farsældarsviði BOFS. Það stuðlar að aukinni yfirsýn yfir stöðu innleiðingar og markvissari ráðgjöf af hálfu BOFS. Mælst er til þess að sveitarfélög/stofnanir nýti rafrænu útgáfuna.
Farsældarlögin fela í sér breytingar á ýmsum sviðum þegar kemur að þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra. Um er að ræða bæði verklags- og viðhorfsbreytingar í málefnum barna sem eru þó misumfangsmiklar eftir sveitarfélögum og stofnunum.
Hér á eftir er farið ítarlega yfir skrefin sjö ásamt gátlistum, leiðbeiningum og ítarefni sem styðja við innleiðingarferlið.

Áður en ráðist er í breytingar er mikilvægt að átta sig á hvar sveitarfélagið/stofnunin stendur í dag hvað varðar innleiðingu á farsældarlögunum. Stýrihópur farsældar byrjar á því að svara meðfylgjandi gátlistum með það að markmiði að skilja betur hvar sveitarfélagið/stofnunin stendur. Ábyrgðaraðili innleiðingar farsældarlaganna og stýrihópurinn geta leitað upplýsinga utan hópsins gerist þess þörf og/eða fengið stuðning frá farsældarsviði BOFS.
Mælt er með að stýrihópurinn kynni sér gátlistana á fyrsta fundi sínum og svari þeim í sameiningu. Stýrihópurinn getur síðan skipt með sér verkum, þ.e. hver tekur að sér að finna svör í þeim tilvikum sem þeirra þarf að leita. Einnig er mælt með því að stýrihópurinn hafi gátlistana á sameiginlegu svæði þannig að allir aðilar stýrihópsins geti sett inn svör. Gott er að miða við ákveðna dagsetningu til að hafa lokið við að finna öll svör þannig að ábyrgðaraðili innleiðingar farsældarlaganna hafi tækifæri til að taka niðurstöðurnar saman. Á næsta fundi eru niðurstöðurnar svo kynntar og ræddar.
Þegar öllum gátlistum hefur verið svarað tekur ábyrgðaraðili innleiðingar farsældarlaganna niðurstöðurnar saman og fer yfir þær með stýrihópnum. Ábyrgðaraðilinn getur sent samantektina á farsældarsvið BOFS og óskað eftir stuðningi og/eða gagnlegum ábendingum. Stýrihópurinn byggir síðan aðgerðaáætlun um innleiðingu farsældarlaganna á þessum niðurstöðum.

Gátlistar
Gátlisti 2.2 Stigskipting farsældarþjónustu rafrænn - (Word)
Gátlisti 2.3 Vinnsla persónuupplýsinga við samþættingu þjónustu rafrænn - (Word)
Gátlisti 2.4 Tengiliðir farsældar (heilsugæsla, sveitarfélög og framhaldsskólar) rafrænn - (Word)
Viðaukar og nytsamlegir hlekkir
Farsældarþjónusta útskýring – frá almennri til sérhæfðari þjónustu - Word
Reglugerð um tengiliði og málstjóra samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna
Gátlisti farsældar - innleiðing farsældarlaganna í heilsugæslu - PDF
Gátlisti farsældar - innleiðing farsældarlaganna í leikskólum - PDF - Ath. einnig hægt að nálgast rafrænt í kerfi heilsueflandi leikskóla
Gátlisti farsældar - innleiðing farsældarlaganna í grunnskólum - PDF - Ath. einnig hægt að nálgast rafrænt í kerfi heilsueflandi grunnskóla
Gátlisti farsældar - innleiðing farsældarlaganna í framhaldsskólum - PDF - Ath. einnig hægt að nálgast rafrænt í kerfi heilsueflandi framhaldsskóla
Kostnaðargreining vegna starfa tengiliða og málstjóra farsældar (myndband)











