Bændablaðið ræddi nýlega við Gústav Magnús Ásbjörnsson, sviðstjóra endurheimtar vistkerfa hjá Landi og skógi. Þar kemur meðal annars fram að nú séu um fjögur hundruð bændur virkir í landgræðsluverkefnum með stofnuninni. Gústav segir tengslin og þekkinguna sem hafi orðið til í verkefninu Bændur græða landið vera til hagsbóta fyrir allt landgræðslustarf.