Á ársfundi TR í dag sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra: ,,Ég vil nota tækifærið og þakka fyrir gott samstarf ráðuneytisins og stofnunarinnar því þegar maður brennur fyrir einhverju þá er gott að vita að fleiri brenna einnig fyrir auknum réttindum og betri kjörum þeirra hópa sem okkur hefur verið falið að sinna."