19. apríl 2023
19. apríl 2023
Tekið á móti gestum
Hópur félagsráðgjafa, teymis- og málastjóra frá Landspítala Háskólasjúkrahúsi kom í heimsókn til TR í gær og fræddist um starfsemi TR og almannatryggingakerfið.
Móttaka hópsins frá LSH er liður í eflingu upplýsingagjafar TR til fagstétta, hagsmunasamtaka og annarra hópa sem láta sig málefni almannatrygginga varða.
Á kynningarfundinum var m.a. kynning á hlutverki umboðsmanns viðskiptavina TR, umönnunargreiðslum, foreldragreiðslum, endurhæfingarlífeyri og örorkumati.
Góðar og gagnlegar umræður voru í kjölfar kynninganna.