Tvær reynslusögur frá Íslandi bættust nýverið í verkfærakassa UNCDD, samnings Sameinuðu þjóðanna um varnir gegn eyðimerkurmyndun. Þar er miðlað reynslu Íslendinga úr Hekluskógaverkefninu og verkefni austan Þorlákshafnar þar sem foksandur hefur verið beislaður.