10. febrúar 2025
10. febrúar 2025
Bændur græða landið - nýir þátttakendur óskast
Land og skógur auglýsir eftir nýjum þátttakendum í verkefninu Bændur græða landið. Til að tryggja þátttöku fyrir sumarið 2025 þarf að sækja um fyrir 25. febrúar en annars er opið fyrir umsóknir allt árið.

Tilgangur verkefnisins er að styrkja eigendur og ábúendur lögbýla til landgræðslu á jörðum sínum, stöðva rof, endurheimta vistkerfi og hjálpa landeigendum að stuðla að sjálfbærri landnýtingu með leiðbeiningum og viðmiðum. Styrkur felst í ráðgjöf, fræi, kaupum á tilbúnum áburði og dreifingu á lífrænum áburði.
Opið er fyrir nýjar umsóknir allt árið en til að tryggja þátttöku fyrir sumarið 2025 þarf að sækja um fyrir 25. febrúar. Athugið að virkir þátttakendur þurfa ekki að sækja um aftur.
Sótt er um á rafrænu formi á upplýsingasíðu verkefnisins á vefnum landogskogur.is.
Nánari upplýsingar veita héraðsfulltrúar viðkomandi svæðis.
Netfang: bgl@landogskogur.is
Sími: 570 5550