Breytt verklag varðandi framvísun umsækjanda um almennt lækningaleyfi á vottorðinu „Certificate of Confirmity“.
Embætti landlæknis tilkynnir um breytt verklag er varðar framvísun umsækjanda um almennt lækningaleyfi á vottorðinu „Certificate of Confirmity“. Landlæknir getur krafist þess að umsækjandi um almennt lækningaleyfi leggi fram vottorð frá lögbæru stjórnvaldi í heimalandi sínu eða landi sem gaf út vitnisburð um formlega menntun og hæfi sem staðfestir að framlögð gögn séu í samræmi við ákvæði tilskipunar 2005/36/EB, sbr. e-lið 1. mgr. 30. gr. reglugerðar nr. 461/2011.