24. apríl 2020
24. apríl 2020
Frestur til að skila inn lokaverkefnum í Tóbaks- og rafrettulaus bekkur er framlengdur
Frestur til að skila inn lokaverkefnum í Tóbaks- og rafrettulaus bekkur er framlengdur í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru uppi í þjóðfélaginu og verður hægt að skila verkefnum til 15. maí.
Frestur til að skila inn lokaverkefnum í Tóbaks- og rafrettulaus bekkur er framlengdur í ljósi þeirra aðstæðna sem nú eru uppi í þjóðfélaginu og verður hægt að skila verkefnum til 15. maí á netfangið vidar@landlaeknir.is
Það er skiljanlegt að nemendur hafi ekki fengið svigrúm til að vinna lokaverkefni og eflaust margir sem munu ekki geta unnið að verkefni þetta árið.Engu að síður þá viljum við að þeir, sem þegar eru byrjaðir eða hyggjast vinna verkefni, fái lengri frest.
Fjölmargir bekkir í grunnskólum landsins hafa tekið þátt í forvarnarverkefninu Tóbaks- og rafrettulaus bekkur í vetur.
Við höfum staðið að verkefninu á landsvísu í yfir 20 ár og metum mikils það góða samstarf sem við höfum átt við kennara.