Að kvöldi 18. desember sl. hófst eldgos að nýju á Reykjanesi við Sundhnúksgíga. Gossprungan var í upphafi um 4 km á lengd og kemur bæði hraun og gas upp úr sprungunni. Engin aska greinist í andrúmsloftinu. Töluvert hefur dregið úr krafti gossins og gýs nú úr nokkrum gosopum á sprungunni.