Fara beint í efnið

21. desember 2023

Öndunarfærasýkingar. Vika 50 árið 2023

Í nýrri samantekt er farið yfir tíðni öndunarfærasýkinga og innlagna vegna þeirra nú í vetur og staðan á Íslandi borin saman við stöðuna í Evrópu.

Sóttvarnalæknir - logo

Fjöldi greininga á RS-veirusýkingu jókst talsvert á milli vikna. Aukning varð einnig í fjölda sem lá á Landspítala með/vegna RS-veirusýkingar, að stærstum hluta börn undir þriggja ára aldri. Þátttaka í bólusetningum gegn inflúensu það sem af er vetri hefur verið undir meðalþátttöku undanfarinna ára. Bólusetningarátak heilsu­gæslustöðva hefur skilað auknum fjölda bólusetninga gegn inflúensu og COVID-19 meðal fólks 60 ára og eldra. Þátttaka ungra barna í bólusetningum gegn inflúensu er þó enn dræm. Fjöldi COVID-19 greininga er áfram stöðugur en fjöldi greininga á inflúensu er á uppleið.

Í nýrri samantekt er farið nánar yfir tíðni öndurfærasjúkdóma í viku 50 ársins 2023.

Sóttvarnalæknir