Síðastliðna mánuði hefur verið unnið að greiningu á núverandi stjórnskipulagi Sjúkrahússins á Akureyri í samráði við framkvæmdastjórn, fagráð, stjórnendur og starfsfólk. Ráðgjöf var fengin frá KPMG á Íslandi. Í greiningarvinnunni var horft bæði til rekstar og þjónustu sjúkrahússins og fól niðurstaðan m.a. í sér breytingar á skipuritinu sem miða að því að búa sjúkrahúsið betur undir þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í heilbrigðiskerfinu.