16. maí 2023
16. maí 2023
ECDC PPS skráning á sjúkrahússýkingum 2023
Dagana 8 til 10 maí fór fram ECDC (The European Centre for Disease Prevention and Control ) PPS skráning á sjúkrahússýkingum á SAk að beiðni sóttvarnarlæknis. Skráningin er þriðja skráningin sem gerð er á Íslandi og er LSH einnig þátttakandi í verkefninu.
Dagana 8 til 10 maí fór fram ECDC (The European Centre for Disease Prevention and Control ) PPS skráning á sjúkrahússýkingum á SAk að beiðni sóttvarnarlæknis. Skráningin er þriðja skráningin sem gerð er á Íslandi og er LSH einnig þátttakandi í verkefninu. Farið var yfir alla inniliggjandi sjúklinga á legudeildum sem voru 68 á þessum dögum og skráð samkvæmt ECDC skilgreiningum hvort sjúklingur var með sjúkrahússýkingu, samhliða var gerð 50 validering á skráðum sjúklingum. Í skráningunni voru einnig teknar saman mikilvægar upplýsingar varðandi sýkingavarnir samkvæmt ECDC. Skráningin er svo send til ECDC til úrvinnslu. Hvenær úrvinnsla á niðurstöðum verður lokið er ekki vitað.
Hér eru hjúkrunarfræðingarnir sem gerðu skráninguna mögulega hér á SAk
Frá vinstri
Rut Guðbrandsdóttir
Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir
Ásta Guðrún Eydal
Bryndís María Davíðsdóttir
Kamilla Þorsteinsdóttir