29. mars 2023
29. mars 2023
Ný fyrirmæli um lágmarksskráningu upplýsinga um bið eftir heilbrigðisþjónustu
Embætti landlæknis hefur nú gefið út fyrirmæli um lágmarksskráningu upplýsinga um bið eftir heilbrigðisþjónustu.
Embætti landlæknis hefur nú gefið út fyrirmæli um lágmarksskráningu upplýsinga um bið eftir heilbrigðisþjónustu. Fyrirmælin voru unnin með aðkomu fulltrúa frá Landspítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi og Klíníkinni og er þeim þakkað fyrir góða samvinnu. Markmið fyrirmælanna er að samræma skráningu á upplýsingum svo uppgjör sé samræmt innan og á milli stofnana og gefi sem réttasta mynda af raunverulegu ástandi. Þessi fyrirmæli verða hluti af fyrirmælum landlæknis um lágmarksskráningu í heilbrigðisþjónustu sem nú eru í endurskoðun og koma út í heild sinni síðar á árinu.
Frekari upplýsingar veita:
Áslaug Salka Grétarsdóttir aslaug.s.gretarsdottir@landlaeknir.is
Hildigunnur Anna Hall hildigunnur.a.hall@landlaeknir.is