Fara beint í efnið

11. mars 2022

Fréttabréf mars 2022

Fréttabréf Stafræns Íslands í mars 2022

16252366 1164126283705933 2093731058366090463 o

Ísland.is með 4  tilnefningar 

Íslensku vefverðlaunin verða veitt í kvöld 11. mars 2022 en þar á Stafrænt Ísland hlut í 4 tilnefningum. Mikill fjöldi stafrænna verkefna voru gefin út í fyrra í samstarfi við stofnanir og ráðuneyti. Verkefnin voru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Við erum stolt af þeim öllum og sömuleiðis þakklát fyrir viðurkenninguna sem felst í því að vera tilnefnd.

Þau verkefni sem fengu tilnefningu eru:

Þökkum samstarfsteymum okkar fyrir gott samstarf og óskum þeim til hamingju með tilnefningarnar sem þau eiga í samstarfi við okkur... sem og þær tilnefningar sem þau fengu til viðbótar.


Ísland.is appið er komið út!

Appið hefur verið í notendaprófunum síðustu mánuði og er nú aðgengilegt í Appstore og Google Play. Í dag má finna uppýsingar um ökuréttindi í appinu en von er á fjölda annarra skilríkja þar inn. Þá er einkar þæginlegt aðgengi að stafræna pósthólfinu í appinu.

Sækja Ísland.is appið

app mynd

Ísland is Úkraína

Þörfin fyrir miðlægan stað fyrir opinbera aðila að miðla upplýsingum til almennings sannar sig í sífellu. Það sýndi sig á dögunum þegar kom að því að miðla þeim leiðum sem eru í boði eru til að styðja við Úkraínu.

Styðjum Úkraínu

Úkraína - Deiling á facebook

Skírteini - nýtt á Mínum síðum 

Mínar síður á Ísland.is eru í sífelldri þróun og nú geta landsmenn skoðað ökuréttindi sín undir nýjum flokki sem kallast Skírteini. Unnið er að því að bæta við fleiri skírteinum og réttindum eins og t.d. bólusetningarskírteini, skotvopnaleyfi og vegabréfi.

Skírteini á Mínum síðum


Sjúkratryggingar á Ísland.is 

Sjúkratryggingar hafa undanfarna mánuði unnið að því að flytja vef sinn inn á Ísland.is. Búið er að gefa vefinn út með óformlegaum hætti með það að markmiði að notendaprófa og fínstilla.

Sjúkratrygginar á Ísland.is


Endurmat tryggingafjárhæðar 2022 

Ferðaskrifstofur þurfa árlega að skila inn gögnum til endurmats tryggingafjárhæðar sem ákvarðar greiðslu í ferðaábyrgðasjóð. Umsóknina fyrir ferðaskrifstofur er að finna á Ísland.is. 348 ferðaskrifstofur þurfa að skila endurmati í ár.

Frétt um endurmat hjá Ferðamálastofu


Viltu verða lögga?

Þriðja árið í röð er umsóknarferli í lögreglufræðum að finna á Ísland.is.

Nám í lögreglufræðum


Sandkassi Persónuverndar

Persónuvernd, Embætti landlæknis og Stafrænt Ísland vinna saman að verkefni sem hefur það markmið að auka þekkingu á sviði gervigreindar og mat á hugsanlegri áhættu í vinnslu persónuupplýsinga. Tekið er á móti umsóknum til 14. mars.

Sandkassi Persónuverndar


X-Road í skýinu

Þann 17. mars nk stendur Andes fyrir vefnámskeiði (webinar) þar sem sérfræðingar frá Andes, AWS og NIIS munu kynna X-Road tæknina og hvernig hægt er að tengjast Straumnum með uppsetningu á Straumnum (X-Road) í AWS skýinu.

Nánar um vefnámskeiðið


Meðal verkefna Stafræns Íslands þessa dagana eru:

  • Rafræn þinglýsing kröfuhafabreytinga

  • Tilkynning um slys til Sjúkratrygginga 

  • Innskráning á BETA Mínar síður fyrir fyrirtæki

  • Innskráning á BETA Mínar síður fyrir börn

  • Umboðskerfi fyrir stofnanir

  • Tengingar stofnana við Strauminn (X-Road)

  • Umsókn um vegabréf

  • Vefur útlendingastofnunar

  • Stafrænar greiðsluáætlanir

  • Umsókn um veðbókavottorð 

  • Umsókn um P-kort

  • Umsókn um endurnýjun ökuskírteina