Fara beint í efnið

15. júní 2023

Fréttabréf júní 2023

Fréttabréf Stafræns Íslands júní 2023.

Tengjum-rikid-vefbordar Vefur-1200x630

Skráning hafin á Tengjum ríkið 

Forskráning er hafin á Tengjum ríkið ráðstefnuna sem verður haldin í Hörpu þann 22.september. 

Yfirskrift ráðstefnunnar er Stafrænt samfélag og skiptist í undirþemun Stafræn forysta, Stafrænt Ísland og Stafrænt öryggi.

Ráðstefnan í ár verður haldin í samstarfi við fund Norrænu ráðherranefndarinnar þar sem Ísland fer með formennsku.

Ráðstefnan fer fram sem fyrr segir þann 22.september frá 12.30-17, bæði í Hörpu og í streymi.

Skráning og nánari upplýsingar um ráðstefnuna á Ísland.is


Áhugaverðar tölur

Stafrænt Ísland fylgist vel með allri tölfræði hvað varðar notkun, innleiðingu og samskipti. Þannig er hægt að kortleggja þróunina, taka stekari ákvarðanir og grípa hratt inn í ef eitthvað óeðlilegt mynstur á sér stað. Þessi misserin er gríðarleg aukning að eiga sér stað og mikilvægt að átta sig á hvað er bak við tölurnar. Til dæmis innleiddi Skatturinn Innskráningarþjónustu Ísland.is nú í maí og hafði það gríðaleg áhrif á tölfræðina milli mánaða. 

Maí 2023:

  • 495.791 heimsóknir á Ísland.is sem er 18% aukning milli mánaða.

  • 180.699 innskráningar á Mínar síður Ísland.is sem er 27% aukning milli mánaða.

  • 633 þúsund innskráningar með Innskráningarþjónustu Ísland.is þar af rúmlega 22 þúsund í umboði.

  • 208 þúsund skjöl voru lesin í Stafræna pósthólfinu.

  • Um 40 þúsund umsóknir fóru í gegnum Umsóknarkerfi Ísland.is, þar af 4.574 greiðslur.

  • 24.756 notuðu Ísland.is appið í maí sem er 11% aukning milli mánaða.


Ísland.is hækkar milli ára

Ísland.is hækkar milli ára hvað varðar ánægju, áreiðanleika, hraða og viðmót samkvæmt þjónustukönnun ríkisins. Það er ánægjulegt að sjá að notendur eru ánægðir með þróunina á Ísland.is og þjónustuna sem þar er að finna.

Nánar um þjónustukönnun ríkisins á stjórnarráðsvefnum.


Sjúkratryggingar auka stafræna þjónustu á Ísland.is

Umsókn um evrópska sjúkratryggingakortið er komin í Umsóknarkerfi Ísland.is og upplýsingar úr Réttindagátt Sjúkratrygginga nú aðgengilegar á Mínum síðum Ísland.is.

Lesa frétt um aukna þjónustu Sjúkratrygginga


Stafrænt námsferilsyfirlit á Ísland.is 

Brautskráðir nemendur frá Háskóla Íslands geta nú nálgast bæði upplýsingar um brautskráningar sínar og staðfest námsferilsyfirlit með rafrænu innsigli Mínum síðum Ísland.is.

Lesa frétt um stafrænt námsferilsyfirlit


Verðbréfafréttindi á Ísland.is

Listi yfir einstaklinga með verðbréfaréttindi birtist nú með sjálfvirkum hætti gegnum vefþjónustur á Ísland.is í stað þess að vera uppfærður handvirkt. Sömuleiðis eru birtar upplýsingar um endurmenntunarkröfur vegna verðbréfaréttinda.

Listi aðila með verðbréfaréttindi


Stafræn umsókn fyrir gisti- og veitingastaði

Lista yfir útgefin rekstrarleyfi er að finna á Ísland.is. Sömuleiðis hefur stafræn umsókn um rekstarleyfi fyrir bæði byrir gisti- og veitingastaði verið endurbætt.

Lesa frétt um rekstrarleyfi á Ísland.is


Stafræna spjallið: Umsóknarkerfi Ísland.is

Umsóknarkerfi Ísland.is er umræðuefnið í þessum 8.þætti Stafræna spjallsins.

Nánar um Stafræna spjallið: Umsóknarkerfi Ísland.is


Meðal verkefna Stafræns Íslands:

  • Ákvörðun um skipti dánarbús

  • Eigendaskipti vinnuvéla og tækja

  • Endurnýjun einkamerkis

  • Endurnýjun ökuréttinda

  • Ísland.is app - Fjármál

  • Mínar síður: Fjármál, hreyfingar á tímabilinu

  • Mínar síður: Heilsugæsla og tannlæknar

  • Mínar síður: Hugverkaréttindin mín

  • Mínar síður: Námsyfirlit úr INNU

  • Mínar síður: Starfsleyfi heilbrigðisstarfsfólks

  • Mínar síður. Vélar og tæki

  • Rafræn erfðafjárskýrsla

  • Rafræn þinglýsing á kaupsamningum fasteigna

  • Samráðsgátt - uppfært notendaviðmót

  • Staðfesting stafrænna ökuskírteina hjá Vínbúðunum

  • Stafræn umsókn um fæðingarorlof: Varanlegt fóstur og dvalarstyrkur

  • Stafrænt örorkuskírteini

  • Stafrænt veiðikort

  • Stafræn umsókn um vegabréf

  • Starfatorg ríkisins á Ísland.is

  • Tilkynning um vinnuslys

  • Umsókn um dvalarleyfi

  • Umsókn um endurnýjun dvalarleyfa ítrun

  • Umsókn um ríkisborgararétt ítrun

  • Umsókn um sannvottun

  • Umsókn um ökuritakort

  • Vefur gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála

  • Vefur Samgöngustofu á Ísland.is

  • Vefur Tryggingastofnunar á Ísland.is