Fara beint í efnið

8. júní 2023

Stafræna spjallið: Umsóknarkerfi Ísland.is

Umsóknarkerfi Ísland.is er umræðuefni Stafræna spjallsins að þessu sinni.

stafr spjallid umsoknarkerfi upphafsskjar

Í Stafræna spjallinu ræðum við stafræna umbreytingu á mannamáli ef svo má að orði komast. Markmiðið er að auka skilning og opna augu okkar fyrir þeim tækifærum sem leynast í stafrænni þróun. Hið stafræna snýst nefnilega um fólk og því ekkert mikilvægara en að fólk skilji og treysti stafrænni þjónustu.
Að þessu sinni ætlum við að spjalla um Umsóknarkerfi Ísland.is sem er ein af þeim kjarnaþjónustum sem standa stofnunum til boða hjá Stafrænu Íslandi.
En hvað þýðir þetta fyrir notendur sem heima sitja, hefur þetta einhver áhrif á okkar daglega líf? Hver er hugsunin með Umsóknarkerfi Ísland.is og hver er tilgangurinn?
Gestir Stafræna spjallsins að þessu sinni eru þau Anna Sigríður Vilhelmsdóttir verkefnastjóri á upplýsingatæknisviði Fiskistofu, Telma Hrönn Númadóttir, Skilastjóri hjá Norda og Gunnar Ingi Reykjalín Sveinsson, innleiðingar- og vörustjóri hjá Stafrænu Íslandi.

Umsjónarmaður er Vigdís Jóhannsdóttir.