Tengjum ríkið 2023 - ráðstefna
Tengjum ríkið er árleg ráðstefna Stafræns Íslands þar sem stafræn framtíð hins opinbera er umfjöllunarefnið.
Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er Stafrænt samfélag og skiptist í undirflokkana Stafræn forysta, Stafrænt Ísland og Stafrænt öryggi. Ráðstefnan í ár er haldin í samstarfi við fund Norrænu ráðherranefndarinnar þar sem Ísland fer með formennsku.
Dagskrá ráðstefnunnar hefst 12.30 í Silfurbergi en skiptist upp í ofangreind þemu eftir kaffihlé. Ráðstefnan fer fram þann 22.september frá 12.30-17 bæði í Hörpu og í streymi.
Tengjum ríkið 2023 – dagskrá
Stafræn forysta - Silfurberg
Ráðherrar Norðurlandanna og Eystrarsaltsríkjanna koma saman og ræða stafrænt samstarf og forystu svæðisins. Sérstakur gestur verður Clare Martorana en hún stýrir upplýsingatæknimálum Bandaríkjaforseta. Eftir kaffihlé flytja fulltrúar frá þjóðum Norðurlandaráðs erindi um stafræn forgangsmál næstu ára ásamt því að deila sögum af árangursríkum verkefnum.
Dagskrá í Silfurbergi fer fram á ensku.
12.30 Opnunarávarp ráðherra
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra
12.45 Stafrænt samfélag
Karen Ellemann, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar
12.50 Stafrænt stökk inn í framtíðina
Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands
13.15 Delivering a Digital-First Government
Clare Martorana, Federal CIO Hvíta hússins í Bandaríkjunum
13.45 Stafræn forysta Norðurlanda og Eystrarsaltsríkja
Anne Marie Engtoft Larsen um tækifæri Norðurlanda og Eystrarsaltsríkja í stafrænni forystu.
13.55 Nordic/Baltic Ministers panel umræður
Anne Marie Engtoft Larsen leiðir umræður ráðherra um tækifæri Norðurlanda og Eystrarsaltsríkja til stafrænni forystu.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra
Clare Martorana, CIO Bandaríkjaforseta
Luukas Ilves, aðstoðarráðherra stafænnar umbreytingar í Eistlandi
Marie Bjerre, ráðherra stafrænna mála og kynjajafnréttis í Danmörku
Gatis Ozols, aðstoðarráðherra stafrænnar umbreytingar í Lettlandi
14.30 Kaffihlé
15.00 Noregur: Líf(sviðburðir), andlát og skattar - stafræn umbreyting
Christine Hafskjold sérfræðingur í upplýsingatæknimálum Norðmanna og ráðgjafi hjá ráðuneyti sveitastjórnarmála og byggðaþróunar fer yfir stafræna stöðu mála í Noregi.
15.15 Finnland: Bætt framleiðni með notendamiðaða stafræna þjónustu í Finnlandi
Jarkko Levasma, forstjóri (Government CIO) upplýsingatækni hins opinbera í Finnlandi fer yfir stöðu mála þar í landi.
15.30 Danmörk: Stafræn Danmörk - leiðin framundan?
Yih-Jeou Wang fer yfir stöðu mála hjá Dönum.
15.45 Eistland: Forgangsröðun stafrænnar þjónustu næstu 3 - 5 árin og árangursrík dæmi
Luukas Ilves upplýsingatæknistjóri ríkisstjórnar Eistlands fer yfir stöðu mála þar í landi.
16.00 Ísland: Vegvísir fyrir áframhaldandi stafræna umbreytingu hjá hinu opinbera
Einar Gunnar Thoroddsen sérfræðingur hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu fer yfir stöðu mála á Íslandi.
16.15 Bandaríkin: 10 ára sýn um stafræna upplifun
Andy Lewandowski, stafrænn ráðgjafi upplýsingatæknistjóra Bandaríkjaforseta leiðir okkur í gegnum nýútgefna framtíðarsýn í stafrænni upplifun. Andy mun enda erindi sitt á spurningum frá áhorfendum.
16.45 Stafræn skref stofnana – viðurkenning
17.00 Ráðstefnulok
Stafrænt Ísland - Kaldalón
Kjarnaþjónustur Stafræns Íslands og þróun þeirra verður megin þema í Kaldalóni að loknu kaffihléi. Þar verður farið yfir hvað er í boði fyrir stofnanir, praktísk atriði um innleiðingu og virkni.
Gunnlaugur Helgason fjölmiðlamaður stýrir dagskránni í Kaldalóni.
Dagskrá í Kaldalóni fer fram á íslensku.
12.30 Erindi í sal Stafrænnar forystu - Silfurbergi
14.30 Kaffihlé - dagskrá í Kaldalóni eftir hlé
15.00 3ja ára planið
Gunnar Ingi Reykjalín Sveinsson, vörustjóri hjá Stafrænu Íslandi og Vigdís Jóhannsdóttir markaðsstjóri Stafræns Íslands deila aðgerðaráætlun næstu þriggja ára hjá Stafrænu Íslandi og forsendum hennar.
15.15 Gott að eldast
Berglind Magnúsdóttir frá félagsmálaráðuneytinu og verkefnastjóri Gott að eldast ásamt Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur sérfræðingi hjá heilbrigðisráðuneytinu deila stafrænni nálgun samstarsverkefnisins Gott að eldast.
15.30 Hvert erum við komin?
Ragnhildur Helga Ragnarsdóttir og Sigurbjörn Reginn Óskarsson, vörustjórar hjá Stafrænu Íslandi fara yfir stöðu mála í kjarnaþjónustum Stafræns Íslands og næstu skref í þróun.
15.45 TR - skýr og upplýsandi
Sigrún Jónsdóttir sviðsstjóri samskipta hjá TR
16.00 Hvernig færi ég vef stofnunar inn á Ísland.is?
Kolbrún Eir Óskarsdóttir verkefnastjóri Stafræns Íslands og Bergvin Gunnarsson skilastjóri hjá Stefnu leiða ráðstefnugesti í gegnum flutning vefsíðu stofnunar inn á Ísland.is.
16.15 Stafræn vegferð í heilbrigðisþjónustu – í þágu sjúklinga
Svava María Atladóttir framkvæmdastjóri þróunar hjá Landspítalanum.
16.30 Tengjum Ísland við Evrópu
Ingi Steinar Ingason hjá Embætti landlæknis stiklar á áhugaverðum stafrænum verkefnum embættisins.
16.45 Stafræn skref stofnana – viðurkenning
17.00 Ráðstefnulok
Stafrænt öryggi - Ríma
Netöryggi verður umfjöllunarefni í Rímu að loknu kaffihléi.
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið standa fyrir lokuðum umræðum um netöryggismál í samstarfi við Stafrænt Ísland þar sem unnið verður með aðgerðaráætlun netöryggismála.
Athugið að dagskrá í Rímu verður aðeins aðgengileg boðslista og ekki aðgengileg almennum ráðstefnugestum.
Dagskrá í Rímu fer fram á íslensku.
* Dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar.