9. júní 2023
9. júní 2023
Umsókn um evrópska sjúkratryggingakortið og upplýsingar á Mínum síðum
Sjúkratryggingar hafa unnið með Stafrænu Íslandi í fjölmörgum verkefnum sem tengjast stafvæðingu á síðustu misserum.
Hefur það meðal annars leitt af sér nýja heimasíðu, umsókn um sjúkratryggingu og tilkynningu um slys.
Í byrjun júní kláraðist verkefni um að koma umsókn um evrópska sjúkratryggingakortið í umsóknarkerfi á Ísland.is. Verkefnið var unnið með Stafrænu Íslandi og Fuglum og fól í sér að koma upp notendavænu viðmóti til að sækja um ES kortið og einnig að útfæra gagnamiðlun gegnum Strauminn (X-Road). Tókst afar vel til að endurhanna eldri feril í nútímalegu viðmóti.
Sjúkratryggingar og Stafrænt Ísland hafa einnig unnið náið saman í að koma upplýsingum sem nú er að finna í Réttindagátt yfir á Mínar síður á Ísland. Verkefnið er unnið með Hugsmiðjunni sem hefur útfært viðmót á Mínum síðum undir Heilsa en Sjúkratryggingar sjá um miðlun gegna gegnum Strauminn frá sínum bakendakerfum. Fyrstu tveir málaflokkarnir eru þegar komnar undir Heilsu á Mínum síðum á Ísland.is. Það eru annars vegar upplýsingar um sjúkra-, iðju- og talþjálfun og hins vegar um hjálpartæki og næringu. Í sumar er unnið að því að gera upplýsingar um tannlækningar og heilsugæslu aðgengilegar á mínum síðum á Ísland.is og með haustinu bætast upplýsingar um lyf. Rúsínan í pylsuendanum er svo að upplýsingar frá Sjúkratryggingum eru bæði á íslensku og ensku inni á Mínum síðum.