Fara beint í efnið

12. júlí 2021

Fréttabréf júlí 2021

Ráðstefnan Tengjum ríkið verður haldin í annað sinn þann 26. ágúst næstkomandi. Gögn og gagnaöryggi verða fyrirferðamikið viðfangsefni í ár ásamt fjölda tæknilausna sem standa stofnunum til boða.

Tengjum ríkið 2021

Ráðstefnan verður frá kl. 13-17 og með sambærilegu sniði og í fyrra þar sem verkefni verða kynnt í einu rými og dýpri tækniumræða í öðru. 

Meðfylgjandi er skráning á ráðstefnuna en henni verður í "hybrid" þar sem henni verður bæði streymt og boðið upp á takmarkað miðamagn til þátttöku í raunheimum.

Allir eru velkomnir en hvetjum forstöðumenn og starfsmenn stjórnsýslunnar og stofnana sérstaklega til að skrá sig.


islandis entry

Ísland.is/entry

Mikið álag hefur verið á öllum þeim sem koma að móttöku erlendra ferðamanna síðustu vikur nú þegar opnað hefur á ferðalög. Til að draga úr álaginu er búið að setja upp einfaldar og auðskiljanlegar leiðbeiningar á Ísland.is. Markmiðið er að ferðamenn geti sjálfir leyst úr eigin fyrirspurnum með einföldu prófi.

Skoða Ísland.is/entry


Nýjar mínar síður

Mínar síður - BETA

Mínar síður er staðurinn þar sem opinberar stofnanir koma persónulegum gögnum til fólks og fyrirtækja á öruggan hátt. Mínar síður eru því með öðrum orðum "góði staðurinn" þar sem notendur geta nálgast gögn sín frá hinu opinbera á einum stað.

Skoða Mínar Síður - BETA


Ísland.is app í BETA

Fyrsta útgáfa af Ísland.is appinu er komið í BETA prófanir en það verður gefið formlega út í haust. Í þessari fyrstu útgáfu verður stafræna pósthólfið aðgengilegt, staða umsókna og sem og ökuskírteini. Von er á fleiri skírteinum á borð við skotveiðileyfi svo eitthvað sé nefnt.

Prófanir verða í fullum gangi í allt sumar


Sjúkratryggingar húsnæði

Sjúkratryggingar fyrstar

Þeir sem þurfa á sjúkratryggingu að halda geta nú sótt um hana hjá Sjúkratryggingum Íslands í gegnum nýtt umsóknarkerfi Ísland.is.

Skoða umsókn um sjúkratryggingu


Stafræn Stefna

Stafræn stefna hins opinbera

Gefin hefur verið út stafræn stefna hins opinbera en hún er vegvísir að því hvernig Íslandi kemst í allra fremstu röð þegar kemur að stafrænni opinberri þjónustu.

Skoða Stafræna stefnu


Verkefnasögur

Verkefnasögur Ísland.is

Á vef Stafræns Íslands eru smátt og smátt að safnast saman verkefnasögur.

Sífellt bætast fleiri við og því áhugaverður staður að kíkja reglulega á fyrir þá sem vilja sjá aðeins undir húddið á þeirri vinnu sem er að eiga sér stað hjá innri og ytri teymum Stafræns Íslands.

Verkefnasögur Stafræns Íslands


Meðal verkefna Stafræns Íslands þessa dagana eru:

  • Ísland.is app - BETA prófanir

  • Mínar síður - BETA prófanir

  • Innskráningarþjónusta - BETA prófanir

  • Umsókn um fæðingarorlof - notendaprófanir

  • Rafrænar greiðsluáætlanir

  • Tilkynning um slys til Sjúkratrygginga Íslands

  • Umboðskerfi

  • Umsókn um fullnaðarskírteini

  • Undirskriftar- og meðmælendalistar rafrænir

  • Stafrænn samningur um lögheimili barns

  • Vefur fyrir Útlendingastofnun

  • Vefur fyrir Sjúkratryggingar Íslands

  • Reglugerðarvefur

Kveðja starfsfólk, 
Stafræns Íslands


Fjármála- og efnahagsráðuneytið fer með stefnumótun stjórnvalda um upplýsingatækni.  Á vegum ráðuneytisins er starfrækt verkefnastofa um Stafrænt Ísland sem vinnur að framgangi verkefna þvert á stofnanir ríkis og sveitarfélaga með það að markmið að stórefla stafræna þjónustu.