Fara beint í efnið

24. mars 2023

7 tilnefningar til SVEF 2023

Verkefni á vegum Stafræns Íslands hljóta 7 tilnefningar til íslensku vefverðlaunanna í ár.

SVEF

Það er mikill heiður að hljóta þessar tilnefningar frá SVEF og fagfólkinu sem koma að íslensku vefverðlaununum.
Þessar tilnefningar eru hvatning til allra þeirra sem koma að verkefnum Stafræns Íslands og sterk vísbending að stafræn umbreyting hins opinbera sé á réttri leið. Styrkur Stafræns Íslands liggur í öllu því fagfólki sem er að finna innan tækniteyma, samstarfsaðila, ráðuneyta og stofnana sem að verkefnum koma.

Tilnefningarnar eru:
Ísland.is appið í flokknum App ársins
Ísland.is í flokknum Opinber vefur ársins
Réttarvörslugátt í flokknum Stafræn lausn ársins
Innskráning fyrir alla í flokknum Tæknilausn ársins
Mínar síður Ísland.is í flokknum Vefkerfi ársins
Innskráning fyrir alla í flokknum Vefkerfi ársins
Umsóknarkerfi Ísland.is í flokknum Vefkerfi ársins

Að þessu sinni verða verðlaun veitt í 13 flokkum en fjöldi flokkanna endurspeglar breidd þeirra verkefna sem vef- og tækniiðnaðurinn á Íslandi kemur að.

Dómnefnd veitir þar að auki verðlaun fyrir verkefni ársins, hönnun og viðmót ársins og viðurkenningu fyrir gott aðgengi á vef. Þau verðlaun eru veitt verkefnum sem dómnefnd telur hafa skarað fram úr öðrum verkefnum.

Íslensku vefverðlaunin verða veitt í 22. skipti föstudaginn 31.mars nk. Samtök vefiðnaðarins (SVEF) eru fagsamtök þeirra er starfa að vefmálum á Íslandi en það er SVEF sem stendur fyrir verðlaununum.

Nánari upplýsingar um SVEF má finna á SVEF.is