Framfærslureiknivél - viðmið vegna nauðsynlegra útgjalda
Útreikningur
Umboðsmaður skuldara setur viðmið fyrir framfærslu (framfærsluviðmið) sem byggir á upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu. Viðmið félagsmálaráuneytis byggja á rannsókn Hagstofu Íslands á útgjöldum einstaklinga og fjölskyldna.
Miðgildi útgjalda fyrir hverja fjölskyldurgerð eru notuð til að ákveða framfærsluviðmið. Það þýðir að 50% heimila nota viðmiðunarupphæð eða lægri upphæð til innkaupa á vörum sem falla undir hvern flokk.
Reglulega uppfærð
Viðmiðin eru uppfærð reglulega og byggja á grunni rannsóknar Hagstofu Íslands á útgjöldum heimila á tímabilinu 2013 til 2016.
Viðmiðin eru uppfærð á tveggja mánaða fresti.
Síðast uppfært: 2. desember 2024
Þjónustuaðili
Umboðsmaður skuldara