Fara beint í efnið

Feðrun barns

Faðernismál fyrir dómstólum

Þeir sem geta höfðað faðernismál fyrir dómstólum ef barn er ófeðrað eru:

  • barnið sjálft 

  • móðir barnsins 

  • maður sem telur sig vera föður barnsins

Ef barnið sjálft höfðar mál þá þarf lögráðamaður þess að gera það fyrir hönd barnsins. Ef barnið sjálft höfðar mál er kostnaður, sem ákveðinn er af dómara, greiddur úr ríkissjóði. Ef móðir eða maður sem telur sig vera föður barns höfða mál þá gilda almennar reglur um málskostnað, þar á meðal um gjafsókn.

Dómari getur ákveðið með úrskurði að blóðrannsókn verði gerð á aðilum og barni og einnig aðrar sérfræðilegar kannanir. Þeir sem í hlut eiga eru þá skyldir til að hlíta blóðtöku og annarri rannsókn. Sýslumaður hefur ekki sambærilegar heimildir.

Faðernismálum getur lokið með afturköllun, dómsátt eða með dómi. Þegar dómur eða sátt liggur fyrir þar sem faðerni barnsins er upplýst, sendir dómari upplýsingar um feðrun barnsins til Þjóðskrá. Málinu telst þá lokið.

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15