Alþjóðlegt ökuskírteini
Alþjóðlegt ökuskírteini er lítil bók með þýðingu á íslenska ökuskírteininu.
Íslensk ökuskírteini eru samevrópsk og eiga að gilda í öllum Evrópulöndum. Ef ferðast er til fjarlægari landa utan EES borgar sig að hafa alþjóðlegt ökuskírteini meðferðis.
Skilyrði
Skilyrði fyrir því að fá alþjóðlegt ökuskírteini eru:
að hafa gilt íslenskt ökuskírteini
að vera 18 ára eða eldri
Ferlið
Sýslumenn um allt land og FÍB gefa út alþjóðleg ökuskírteini. Umsækjandi þarf að koma sjálfur á staðinn.
Koma þarf með íslenska ökuskírteinið meðferðis og passamynd.
Hjá sýslumönnum er alþjóðlega ökuskírteinið afgreitt á allt að einum virkum degi.
Í undantekningartilvikum geta sýslumenn á landsvísu afgreitt alþjóðlegt ökuskírteini fyrir þá sem ekki eiga kost á að nálgast það sjálfir, t.d. vegna dvalar erlendis. Umsækjandi þarf að senda mynd af báðum hliðum ökuskírteinis síns, ásamt að útvega passamynd 35x45 mm á ljósmyndapappír og millfæra greiðslu og senda staðfestingu þess efnis.
Hjá sýslumönnum er alþjóðlega ökuskírteinið afgreitt á allt að einum virkum degi.
Skilyrði fyrir myndir í ökuskírteini
vera á ljósmyndapappír
stærð 3,5 x 4,5 cm
ljós einlitur bakgrunnur
líkjast umsækjanda vel
tekin beint fram og sýnir höfuð (án höfuðfats) og herðar
þar sem mynd af höfði er 30 - 36 mm á hæð
Sýslumenn taka ekki myndir í ökuskírteini og ekki er hægt að nota mynd úr vegabréfakerfi.
Kostnaður
Skírteinið kostar 1.200 kr.
Gildistími og -svið
Alþjóðlegt ökuskírteini gildir í ár frá útgáfudegi.
Athugaðu að það gildir bara fyrir þau ökutæki sem þú hefur rétt til að stjórna samkvæmt íslenska ökuskírteininu.
Þjónustuaðili
Sýslumenn