Fara beint í efnið

Erlend ökuréttindi

Skipti á erlendu ökuskírteini

Mismunandi reglur gilda fyrir fólk utan EES og þá sem eru innan EES eða frá Japan og Bretlandi.

Fylla þarf út umsókn um skipti á erlendu ökuskírteini og skila inn passamynd. Þurfi umsækjandi að nota gleraugu eða linsur við akstur eða á við önnur heilsufarsvandamál að stríða sem geta haft áhrif á akstur þarf að skila læknisvottorði frá heimilislækni. Hafa þarf erlenda ökuskírteinið meðferðis þegar umsókn er skilað til sýslumanns. 

Ökuskírteini frá EES löndum, Bretlandi eða Japan

Þeir sem hafa ökuréttindi frá landi innan EES, Bretlandi og Japan geta skipt yfir í íslenskt ökuskírteini án þess að taka próf. Umsækjandi þarf að hafa haft fasta búsetu á Íslandi í 6 mánuði. Þegar umsókn hefur verið skilað fær sýslumaður staðfestingu frá útgáfulandi skírteinisins á að réttindi séu í gildi. Í kjölfar þess er íslenskt skírteini gefið út.  Afhenda þarf ökuskírteini frá EES löndum við mótttöku þess íslenska þar sem ekki er heimilt að hafa ökuskírteini frá tveimur evrópulöndum undir höndum á sama tíma. Þeir sem óska eftir að skipta úr japönsku skírteini þurfa að afla staðfestingar á réttindum sínum hjá japanska sendiráðinu.

Útlendingar utan EES 

Þeir sem hafa ökuskírteini frá öðrum löndum geta sótt um að skipta yfir í íslenskt eftir 6 mánaða fasta búsetu. Taka þarf bæði bóklegt og verklegt próf. 

Kostnaður

Ökuskírteini kostar 8.000 krónur. 

Fylgigögn

  • Framvísa þarf ökuskírteini.

  • Passamynd á ljósmyndapappír í stærðinni 3,5 x 4,5cm, hlutlaus bakgrunnur og einstaklingur þarf að snúa beint fram.

  • Læknisvottorði ef við á.

Skipti á erlendu ökuskírteini

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Ábyrgðaraðili

Lögreglan