Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Skipta erlendu ökuskírteini fyrir íslenskt

Skipti á erlendu ökuskírteini

Mismunandi reglur gilda fyrir fólk utan EES og þá sem eru innan EES eða frá Japan og Bretlandi.

Fylla þarf út umsókn um skipti á erlendu ökuskírteini og skila inn passamynd. Þurfi umsækjandi að nota gleraugu eða linsur við akstur eða á við önnur heilsufarsvandamál að stríða sem geta haft áhrif á akstur þarf að skila læknisvottorði frá heimilislækni. Hafa þarf erlenda ökuskírteinið meðferðis þegar umsókn er skilað til sýslumanns. 

Fylgigögn

  • Framvísa þarf ökuskírteini.

  • Passamynd á ljósmyndapappír í stærðinni 3,5 x 4,5cm, hlutlaus bakgrunnur og einstaklingur þarf að snúa beint fram.

  • Læknisvottorði ef við á.

  • Búsetuvottorð

Ökuskírteini frá EES löndum, Bretlandi, Sviss eða Japan

Þeir sem hafa ökuréttindi frá landi innan EES, Bretlandi, Sviss og Japan geta skipt yfir í íslenskt ökuskírteini án þess að taka próf. Umsækjandi þarf að hafa haft fasta búsetu á Íslandi í 6 mánuði. Þegar umsókn hefur verið skilað fær sýslumaður staðfestingu frá útgáfulandi skírteinisins á að réttindi séu í gildi. Í kjölfar þess er íslenskt skírteini gefið út.  Afhenda þarf ökuskírteini frá EES löndum við mótttöku þess íslenska þar sem ekki er heimilt að hafa ökuskírteini frá tveimur evrópulöndum undir höndum á sama tíma. Þeir sem óska eftir að skipta úr japönsku skírteini þurfa að afla staðfestingar á réttindum sínum hjá japanska sendiráðinu.

Útlendingar utan EES 

Þeir sem hafa ökuskírteini frá öðrum löndum utan EES skulu sækja um skipti yfir í íslenskt ökuskírteini eftir 6 mánaða fasta búsetu. Taka þarf bæði bóklegt og verklegt próf. Ekki er hægt að sækja um skipti fyrr en eftir 6 mánaða fasta búsetu en eftir það þarf að skipta.

Kostnaður

Ökuskírteini kostar 8.600 krónur. 

Ökuskírteinum frá þessum löndum er hægt að skipta án þess að taka próf:

Skipti á erlendu ökuskírteini

Þjónustuaðili

Sýslu­menn

Sýslumenn

Höfuð­borg­ar­svæðið

Mán. til fim. 8:30 - 15
Fös. 8:30 - 14

Vest­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Vest­firðir

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 13:30

Norð­ur­land vestra

Mán. til fös. 9 - 15

Norð­ur­land eystra

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9 - 14

Aust­ur­land

Mán. til fim. 9 - 15
Fös. 9-14

Suður­land

Mán. til fös. 9 - 15

Vest­manna­eyjar

Mán. til fim. 9:15 - 15
Fös. 9:15 - 14

Suðurnes

Mán. til fös. 8:30 - 15