Fara beint í efnið

Hvað er árangurslaust fjárnám?

Ef skuldari á ekki nægjanlegar eignir til að tryggja greiðslu kröfunnar að fullu lýkur fyrirtöku sýslumanns með árangurslausu fjárnámi. 

Við það fá allir kröfuhafar, sem eiga gjaldfallna kröfu á hendur skuldaranum, heimild til að óska eftir því við héraðsdóm að bú hans verði tekið til gjaldþrotaskipta. Heimildin gildir í þrjá mánuði eftir að árangurslaust fjárnám er gert.

Árangurslaust fjárnám er skráð á vanskilaskrá sem getur haft neikvæð áhrif á lánshæfismat einstaklinga og lögaðila.

Hér má finna nánari upplýsingar um fjárnám.



Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?