Fara beint í efnið

Ég á skylduerfingja og hef áhyggjur af því að arfinum verði eytt í vitleysu. Get ég sett kvaðir á arfinn?

Kvaðir verða ekki lagðar á arf nema sérstök hætta sé á að erfingi fari illa með arfinn. Með sérstök hætta er átt við að erfinginn hafi einhverja eiginleika sem geta komið í veg fyrir að fjármálum sé stýrt af ráðdeild. Þá er átt við skerta andlega færni. Kæruleysi og óráðsía geta ekki komið til álita sem þættir sem réttlæta kvaðabindingu arfs, enda er arfurinn hluti af eignarrétti einstaklinga og mikið þarf að koma til að á hann verði lagðar kvaðir.

Hér má finna nánari upplýsingar um kvaðaarf sem bundinn er ákveðnum skilyrðum. 



Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?