Fara beint í efnið

Verða eigendur húseigna í Grindavík að flytja innbúin sína af svæðinu ef almannavarnir opna fyrir þann möguleika eða ráða þeir því sjálfir?

Stjórn NTÍ ákvað á fundi sínum þ. 26. janúar s.l. að gera ekki kröfu um að verðmætum eins og innbúi sé forðað af hættusvæði á næstunni vegna mögulegs frekara tjóns vegna þess hve ótryggt ástand er á svæðinu.

Það er hins vegar rétt að árétta að NTÍ er ekki heimilt að bæta tjón sem kann að verða vegna rafmagns- eða heitavatnsleysis og því gætu húseigendur tekið nokkra áhættu varðandi slík tjón ef þeir flytja innbú ekki af svæðinu.  

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Fyrir Grindavík

Þjón­ustu­teymi Grind­vík­inga

Sími : 545 0200
Netfang: radgjof@grn.is
Opnunartími:
10:30 - 12:00 mán-fim

Þjón­ustu­vefur

Spurt og svarað