Fara beint í efnið

Hvernig er niðurstaða vegna mats á tjóni kynnt?

Í altjónsmálum fá eigendur kynningarbréf þar sem upplýst er um þá fjárhæð sem hægt er að greiða út að svo stöddu án nokkurra kvaða. Þrátt fyrir að innborgun sé framkvæmd samhliða útsendingu kynningarbréfs geta eigendur eftir sem áður komið að sínum athugasemdum varðandi útreikning eða aðra framkvæmd uppgjörsins innan uppgefins tímafrests.

Þegar kemur að kynningu hlutatjóna munu eigendur fá senda matsgerð til kynningar og hafa þá tækifæri til þess að koma sjónarmiðum á framfæri áður en endanleg ákvörðun um niðurstöðu tjónamáls þeirra er tekin.

Öll gögn eru birt á rafrænu pósthólfi á Island.is.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Fyrir Grindavík

Þjón­ustu­teymi Grind­vík­inga

Sími : 545 0200
Netfang: radgjof@grn.is
Opnunartími:
10:30 - 12:00 mán-fim

Þjón­ustu­vefur

Spurt og svarað