Fara beint í efnið

Grindavíkurbær hefur ekki myndað lagnir alveg heim að húsum, þar sem sá hluti er í eigu húseiganda. Hver ber kostnað af því að láta mynda lagnir á milli húsgrunns og brunns úti í götu?

Ef matsmenn NTÍ telja ástæðu til að ætla að lagnir hafi skemmst hafa þeir látið mynda lagnir í grunninum og í leiðinni þær lagnir sem eru á milli brunns í götu og húseignar, þrátt fyrir að sá hluti sé ekki vátryggður hjá NTÍ. Það er gert til þess að hægt sé að greina hvar skemmdin liggur og upplýsa eiganda um það. NTÍ er hins vegar ekki að láta mynda lagnir nema grunur sé fyrir hendi um að þær séu skemmdar. Ef eigandi vill ganga úr skugga um að lagnir séu í lagi getur hann látið mynda þær á eigin kostnað.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?

Hvernig getum við aðstoðað?

Fyrir Grindavík

Þjón­ustu­teymi Grind­vík­inga

Sími : 545 0200
Netfang: radgjof@grn.is
Opnunartími:
10:30 - 12:00 mán-fim

Þjón­ustu­vefur

Spurt og svarað