Fara beint í efnið

Stafrænt ADR-skírteini

Sækja um stafrænt skírteini (ADR-réttindi)

Stafræn skírteini með ADR-réttindum eru fyrir alla sem hafa réttindi til að flytja hættulegan farm og eiga snjallsíma. Skírteinin sanna fyrir lögreglu að stjórnandi ökutækis sé með gild réttindi en á þeim koma fram sömu upplýsingar og á hefðbundnum ADR-skírteinum.

Skírteinin gilda aðeins á Íslandi.

Þau eru fyrir notendur Android og iOS-síma en eingöngu er hægt að setja þau upp á einu símtæki í einu. Ef þau er sett upp í öðrum síma afvirkjast þau í tækinu sem þau voru í áður. 

Hvernig er sótt um og nánari upplýsingar

  • Sótt er um stafræn skírteini hér að neðan. Notendur auðkenna sig með rafrænum skilríkjum. Með samþykki notenda fer sjálfvirkt umsóknarferli í gang og samstundis birtist tengill til að sækja skírteinið í símann.

  • Notendum Android-síma er bent á að sækja veski (e. Wallets) í símann áður en stafrænu skírteini er hlaðið niður. Það er þegar til staðar í iPhone símum.

  • Vinnueftirlitið sér um útgáfu og endurnýjun réttinda.

Tengt efni

Sækja um stafrænt skírteini (ADR-réttindi)

Þjónustuaðili

Vinnu­eft­ir­litið