Aðeins viðurkennd réttingaverkstæði hafa heimild til þess að gera við ökutæki sem skráð hafa verið tjónaökutæki í ökutækjaskrá. Viðurkennd réttingaverkstæði óska eftir að fella niður tjónaskráningu ökutækis með því að senda inn vottorð um viðgerð á tjónaökutæki.
Viðurkenning réttingaverkstæða
Til þess að verkstæði komist á lista Samgöngustofu yfir viðurkennd réttingaverkstæði þurfa þau að standast úttekt hjá aðila sem Samgöngustofa hefur samþykkt til úttektar á starfsemi réttingaverkstæða. Hlutverk úttektaraðila er að tryggja að réttingaverkstæðið uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til viðurkenndra réttingaverkstæða og skjölun gagna við viðgerð á tjónaökutæki. Viðurkenningu skal haldið við með árlegum úttektum.
Samþykktir úttektaraðilar eru eftirfarandi:
Frá 1. janúar 2024 gildir eftirfarandi:
Eftir að verkstæði hefur staðist úttekt, skal tæknistjóri þess sækja um viðurkenningu réttingaverkstæðis til Samgöngustofu. Athugið að umsókn verður þó ekki tekin til afgreiðslu fyrr en að tilkynning um úttekt berst frá úttektaraðila.
Kröfur til viðurkenndra réttingaverkstæða
Hafa vottað gæðastjórnunarkerfi sem er tekið út af aðila sem samþykktur hefur verið af Samgöngustofu.
Uppfylla kröfur Samgöngustofu um skjölun gagna við viðgerð á tjónaökutækjum.
Hafa aðgang að leiðbeiningum frá framleiðanda um hvernig viðgerðir á ökutækjum skulu framkvæmdar.
Hafa starfsmann með gild réttindi til útgáfu á burðarvirkisvottorðum. Starfsmaður þarf einnig að hafa hlotið úttekt á réttingabekk viðkomandi fyrirtækis.
Hafa starfsmann með gild réttindi til útgáfu á hjólstöðuvottorðum eða samning við verkstæði sem hefur aðila með gild réttindi til útgáfu á hjólastöðuvottorðum. Aðili þarf einnig að hafa hlotið úttekt á hjólastillingartæki viðkomandi verkstæðis.
Hafa tæknistjóra (og staðgengil tæknistjóra ef við á) sem skal vera menntaður í bifvélavirkjun, bifreiðasmíði, tæknifræði eða verkfræði. Frá 1. janúar 2024 tekur eftirfarandi gildi: viðkomandi skal hafa starf tæknistjóra sem aðalstarf.
Réttingaverkstæðið skal búið viðeigandi tækjabúnaði til viðgerða á ökutækjum samkvæmt fyrirmælum framleiðanda.
Til að viðhalda viðurkenningu skal réttingaverkstæðið standast árlega úttekt hjá samþykktum úttektaraðila. Frá 1. janúar 2024 tekur eftirfarandi gildi: tæknistjóri réttingaverkstæðis skal sækja um framlengingu viðurkenningar til Samgöngustofu að lokinni árlegri úttekt.
Krafa er gerð um að réttingaverkstæði sem hafa hlotið viðurkenningu Samgöngustofu uppfylli ávallt upptalin skilyrði. Verði einhverjar breytingar á starfsemi, starfsmannamálum eða öðrum atriðum þannig að kröfur eru ekki lengur uppfylltar skal tilkynna það til Samgöngustofu.
Framlenging á viðurkenningu réttingaverkstæðis
Réttingaverkstæði sem eru núþegar viðurkennd af hálfu Samgöngustofu þurfa að sækja um áframhaldandi viðurkenningu árlega. Þegar að réttingaverkstæði hefur lokið árlegri úttekt af viðurkenndum úttektaraðila er heimilt að sækja um áframhaldandi viðurkenningu.
Heimilt er að sækja um framlengingu á viðurkenningu mánuði fyrir viðurkenningardagsetningu. Hafi umsókn ekki borist innan mánuðar frá viðurkenningardagsetningu er það fjarlægt af lista yfir viðurkennd réttingaverkstæði.
Athugið að umsókn verður ekki tekin til afgreiðslu fyrr en að tilkynning um úttekt berst frá úttektaraðila.
Þjónustuaðili
Samgöngustofa