Götulokanir í Reykjavík vegna Norðurlandaráðsþings
Allt gengið samkvæmt áætlun
29. október 2024
Öryggisgæsla og umferðarfylgdir lögreglu hafa gengið vel í tengslum við þing Norðurlandaráðs sem hófst í gær.
Allt hefur gengið samkvæmt áætlun og vill lögreglan aftur þakka almenningi fyrir tillitsemi, skilning og þolinmæði í umferðinni í dag. Líkt og greint hefur verið frá standa rúmlega 300 lögreglumenn vaktina sem koma frá flestum embættum lögreglu.
Þingið heldur áfram á morgun og götulokanir í miðborg Reykjavíkur standa áfram á morgun alveg fram til kl. 16:00 þegar öllum götulokunum verður aflétt.
Þá mun drónabann sem gildir í miðborg Reykjavíkur falla niður á morgun kl. 18:00.