Hafskipulag
Strandsvæðisskipulag á Austfjörðum
Staðfest skipulag
Strandsvæðisskipulag Austfjarða var staðfest af ráðherra í mars 2023 og tók gildi við birtingu í stjórnartíðindum.
Strandsvæðisskipulag Austfjarða í vefsjá
Á stafrænum skipulagsuppdrætti sem nálgast má í vefsjá, er að finna þau ákvæði sem gilda um einstaka reiti strandsvæðisskipulagsins og lýsingu á aðstæðum innan hvers þeirra. Túlkun á legu og afmörkun reita miðast við hvað greina má við lestur á útprentuðum skipulagsuppdrætti í mælikvarðanum 1:100.000.
Skipulagsstofnun hefur gefið út gagnalýsingu sem lýsir tilhögun gagna og innihaldi stafræns strandsvæðisskipulags.
Gögn stafræns strandsvæðisskipulags eru öllum opin og er hægt að nálgast gögnin í gegnum lýsigagnagátt LMÍ
Skipulagssvæði strandsvæðisskipulags Austfjarða nær yfir firði og flóa frá Almenningsflesi í norðri að Hvítingum í suðri.
Mörk skipulagssvæðisins til lands eru við netlög, 115 m út frá stórstraumsfjöruborði, en staðamörk sveitarfélaga miðast við netlög. Til hafs nær það að viðmiðunarlínu sem skilgreind er í lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og fylgir í aðalatriðum grunnlínu landhelgi.
Að skipulagssvæðinu liggja sveitarfélögin Fjarðabyggð og Múlaþing.
Hér fyrir neðan má finna nánari upplýsingar um ferlið að baki skipulagsgerðinni og nálgast þau gögn sem urðu til við vinnuna.


Skipulagsferlið
Svæðisráð um gerð strandsvæðisskipulag á Austfjörðum var svo skipað í desember 2022:
Magnús Jóhannesson, formaður, skipaður án tilnefningar. Varafulltrúi: Eggert
Ólafsson.Elfa Hlín Sigrúnar Pétursdóttir, Gauti Jóhannesson og Jón Björn Hákonarson, tilnefnd af aðliggjandi sveitarfélögum. Varafulltrúar: Jón Þórðarson, Kári Snær Valtingojer og Sigurður Ólafsson.
Freydís Vigfúsdóttir, fulltrúi matvælaráðuneytis. Varafulltrúi: Hjalti Jón Guðmundsson.
Ásta Þorleifsdóttir, fulltrúi innviðaráðuneytis. Varafulltrúi: Friðfinnur Skaftason.
Erla Sigríður Gestsdóttir, fulltrúi umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis. Varafulltrúi: Hreinn Hrafnkelsson.
Eydís Ásbjörnsdóttir, fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga. Varafulltrúi: Bryndís Gunnlaugsdóttir
Á vinnslutíma skipulagsins urður breytingar á skipan svæðisráðsins. Umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði fyrst svæðisráð í janúar 2019. Í lýsingu fyrir gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum má finna nánari upplýsingar um upphaflega skipan svæðisráðs.
Hægt er að lesa fundarðgerðir svæðisráðs um gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum.
Skipulagsstofnun var svæðisráði innan handar og annaðist gerð strandsvæðisskipulags á Vestfjörðum í umboði þess. Vinnu við gerð strandsvæðisskipulags var skipt upp í áfanga sem lýst er hér að neðan og sjá má nánari útfærslu á í lýsingu fyrir gerð strandsvæðisskipulags Austfjarða.


Strandsvæðisskipulag Austfjarða var unnið í virku samráði við aðliggjandi sveitarfélög, opinberar stofnanir og félagasamtök. Víðtækt samráð var viðhaft jafnt við íbúa, sveitarstjórnir, hafnarstjórnir og hagsmunaaðila sem og sérstakan samráðshóp. Almenningi og öðrum hagsmunaaðilum gafst jafnframt tækifæri til að koma að mótun strandsvæðisskipulagsins á mismunandi stigum.
Þá voru ýmsar stofnanir ráðgefandi í skipulagsferlinu, en þar má nefna Hafrannsóknarstofnun, Náttúrufræðistofnun, Náttúrufræðistofa Austfjarða, Samgöngustofa, Vegagerðin og Umhverfisstofnun.
Samráðshópur, skipaður af ráðherra skipulagsmála, var svæðisráðum til ráðgjafar og samráðs við gerð strandsvæðisskipulagsins. Í hópnum áttu sæti tveir fulltrúar frá umhverfisverndarsamtökum, annar frá samtökum á landsvísu og hinn frá samtökum af svæðinu. Aðrir fulltrúar voru tilnefndir af ferðamálasamtökum, Samtökum atvinnulífsins og útivistarsamtökum. Þá var svæðisráðum heimilt að tilnefna allt að þrjá fulltrúa til viðbótar.
Umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði samráðshóp fyrir gerð strandsvæðisskipulags Austfjarða í nóvember 2019. Í hópnum áttu sæti:
Andrés Skúlason, tilnefndur af umhverfisverndarsamtökum
Ari Benediktsson, tilnefndur af Samtökum útivistarfélaga
Díana Mjöll Sveinsdóttir, tilnefnd af Ferðamálasamtökum Austurlands
Gunnþór Ingvason, tilnefndur af Samtökum atvinnulífsins
Sóley Valdimarsdóttir, tilnefnd af umhverfisverndarsamtökum
Sjá nánar:
Skipulagstillaga til staðfestingar, desember 2022
Strandsvæðisskipulag Austfjarða 2022: Tillaga svæðisráðs til staðfestingar
Strandsvæðisskipulag Austfjarða 2022: Uppdráttur til staðfestingar
Umhverfismatsskýrsla: Umhvefismat strandsvæðisskipulags Austfjarða
Skipulagstillaga í auglýsingu, júní 2022
Strandsvæðisskipulag Austfjarða 2022: Tillaga svæðisráðs til kynningar
Umhverfismatsskýrsla: Umhvefismat tillögu svæðisráðs að strandsvæðisskipulagi Austfjarða
Athugasemdir við tillögu að strandsvæðisskipulagi á Austfjörðum
Viðbrögð svæðisráðs við framkomnum athugasemdum við tillögu að strandsvæðisskipulagi á Austfjörðum
Samráð og greining á forsendum
Samfélag, nýting, náttúra: Greining á forsendum fyrri gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum
Afrakstur samráðs: Samantekt samráðsvinnu fyrir gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum
Lýsing
Fundargerðir svæðisráðs um strandsvæðisskipulag á Austfjörðum:
1. fundur svæðisráða, 1. apríl 2019 (sameiginlegur fundur svæðisráða fyrir gerð strandsvæðisskipulags á Vestfjörðum og Austfjöðum).
21. fundur svæðisráðs, 26. nóvember 2024 (sameiginlegur fundur svæðisráða fyrir gerð strandsvæðisskipulags á Vestfjörðum og Austfjöðum).