Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar, hefur afhent Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra, tillögu Skipulagsstofnunar að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015–2026. Í tillögunni er sett fram stefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu í tengslum við framkvæmd skipulagsmála. Þær áherslur sem þar eru settar fram fléttast með ýmsum hætti saman við viðfangsefni gildandi landsskipulagsstefnu sem samþykkt var á Alþingi árið 2016 og tekur til skipulagsmála á miðhálendinu, í dreifbýli og þéttbýli og á haf- og strandsvæðum.