Hafskipulag
Upptaka af kynningarfundi fyrir strandsvæðisskipulag Vestfjarða og Austfjarða í Reykjavík 9. ágúst 2022
16. ágúst 2022
Kynningarfundur um tillögur svæðisráða að strandsvæðisskipulagi fyrir Vestfirði og Austfirði var haldinn á Skipulagsstofnun þriðjudaginn 9. ágúst 2022.
Magnús Jóhannesson formaður svæðisráða stýrði fundinum sem var streymt. Hægt er að horfa á upptöku af fundinum hér.
Tillögurnar eru settar fram annarsvegar í greinargerð þar sem stefnan er sett fram og finna má skiplagsákvæði einstaka reita á uppdrætti hins vegar. Einnig er hægt að skoða tillögurnar á vefsjá þar skipulagsákvæði fylgja hverjum reit. Lesa má meira um gerð og kynningu tillagna að strandsvæðisskipulagi Vestfjarða og Austfjarða hér.
Kynningartíma tillagna um strandsvæðisskipulag fyrir Vestfirði og Austfirði lýkur 15. september næstkomandi. Athugasemdir við tillögurnar eða umhverfismat þeirra þurfa að berast Skipulagsstofnun á kynningartímanum. Athugasemdum skal skilað bréflega til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík, með tölvupósti á netfangið hafskipulag@skipulag.is