Forsetakosningar 2024
Drög að reglugerðum er varða kosningar í samráðsgátt
13. febrúar 2024
Drög að níu reglugerðum sem varða kosningar hafa nú verið birtar í samráðsgátt stjórnvalda.
Drög að fimm reglugerðum sem varða kosningar hafa nú verið birtar í samráðsgátt stjórnvalda. Hægt er að senda inn umsagnir um reglugerðardrögin til 26. febrúar.
Eftirfarandi drög að reglugerðum eru nú til umsagnar:
Um réttindi og skyldur umboðsmanna við framkvæmd kosninga
Um framkvæmd atkvæðagreiðslu vegna alvarlegs smitsjúkdóms
Um söfnun meðmæla og skil framboða og framboðslista fyrir kosningar
Um aðstoð við atkvæðagreiðslu, breytingareglugerð,
Um framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu á stofnunum og í heimahúsum.
Við þetta hafa bæst fjórar reglugerðir til viðbótar, með umsagnarfrest til 5. mars.
Um kjörgögn og önnur aðföng við kosningar o.fl.
Um óleyfilegan kosningaáróður, kosningaspjöll og aðra starfsemi sem truflar eða hindrar framkvæmd kosninga
Um aðgang og birtingu upplýsinga úr kjörskrá
Um talningu atkvæða