Alþingiskosningar 2024
Meðmælasöfnun
Stjórnmálasamtök sem hafa fengið úthlutuðum listabókstaf frá dómsmálaráðuneytinu geta stofnað rafræna meðmælasöfnun fyrir framboð sín í öllum kjördæmum.
Fjöldi meðmæla sem safna þarf frá kjósendum í hverju kjördæmi er eftirfarandi:
Norðvesturkjördæmi | 210 - 280 meðmæli |
Norðausturkjördæmi | 300 - 400 meðmæli |
Suðurkjördæmi | 300 - 400 meðmæli |
Suðvesturkjördæmi | 420 - 560 meðmæli |
Reykjavíkurkjördæmi suður | 330 - 440 meðmæli |
Reykjavíkurkjördæmi norður | 330 - 440 meðmæli |
Söfnun meðmæla á pappír
Einnig er heimilt að safna meðmælum á pappír. Hér má nálgast eyðublað til þess að safna meðmælum á pappír. Hægt er að slá kennitölur inn í meðmælendakerfið en skila þarf inn frumgögnum við skil á framboðinu.
Eyðublað fyrir söfnun meðmæla fyrir alþingiskosningar.