Fara beint í efnið

Íslenskum fiskiskipum er heimilt að veiða úr deilistofnum í lögsögum annarra ríkja samkvæmt samningum sem gerðir hafa verið.

Deilistofnar eru flökkustofnar sem ferðast milli lögsagna og þar með veiðisvæða. Dæmi um deilistofna eru úthafskarfi, makríll, kolmunni og norsk-íslensk síld.

Ísland er aðili að:

Veiðileyfi og reglur í erlendum lögsögum

Ef skip ætlar til úthafsveiðar þarf að tryggja að skipið hafi:

  • almennt veiðileyfi

  • aflaheimild í þeirri fisktegund sem á að sækja

  • hafi leyfi til veiða á svæðinu

Fiskistofa sér um útgáfu veiðileyfa til veiða í lögsögum annarra ríkja og reynir að birta vísanir á helstu reglur sem gilda á veiðisvæðunum.

Þjónustuaðili

Fiski­stofa