Umsókn um útflutning á geislavirku efni
Útflutningur á geislavirkum efnum er háður leyfi Geislavarna ríkisins.
Flutningsmiðlun eða notandi geislavirks efnis sækir um leyfi til útflutnings.
Fylgigögn
Áður er sótt er um þarf:
staðfestingu um mótttökuaðila geislavirka efnisins ytra, nafn fyrirtækis, nafn og netfang tengiliðs
upplýsingar um flutningsmiðlun, til dæmis nafn fyrirtækis, nafn og netfang tengiliðs
nákvæmar upplýsingar um efnið, til dæmis kjarntegund, virkni og umbúðir
upplýsingar um tæki sem geislavirka efnið er í ef við á
Vinnslutími umsóknar
Vinnslutími er almennt tvær vikur frá því að öll nauðsynleg gögn hafa borist.
Ef það vantar gögn er kallað eftir þeim í tölvupósti.
Þjónustuaðili
Geislavarnir ríkisins