Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Geislavirk efni

Geislavirk efni koma í opnum eða lokuðum geislalindum. Leyfi Geislavarna ríkisins þarf til
framleiðslu, innflutnings, eignar, geymslu, afhendingar og förgunar á geislavirkum efnum í
opnum og lokuðum geislalindum.

Opnar geislalindir

Opnar geislalindir eru skammtar af geislavirku efni sem eru ekki í þéttu lokuðu hylki.

Opnar geislalindir geta verið í formi gass, úða, vökva eða fasts efnis, þar sem snerting og útbreiðsla efnisins getur átt sér stað við notkun.

Dæmi um efni sem flokkast undir opnar geislalindir eru:

  • lausnir til inngjafar við myndgreiningu

  • lausnir og töflur til geislameðferðar

  • sporefni til lífeðlisfræðilegra rannsókna

Á rannsóknastofum og við læknisfræðilega notkun er almennt um geislavirka vökva að ræða þegar átt er við opnar geislalindir.

Lokaðar geislalindir

Lokaðar geislalindir eru skammtar af geislavirku efni í þéttum lokuðum umbúðum, þannig að það er ekki í beinni snertingu við umhverfið.

Dæmi um efni sem flokkast undir lokaðar geislalindir eru:

  • geislalindir í efnagreiningartækjum

  • geislagjafar í mælitækjum

  • geislamælar og myndavélar

  • lindir til geislameðferðar

Þjónustuaðili

Geislavarnir ríkisins

Geislavarnir ríkisins

Hafðu samband

Sími: 440 8200

Netfang: gr@gr.is

Afgreiðslan er opin

Alla virka daga frá 9 til 12 og 13 til 15

Heim­il­is­fang

Rauðarárstígur 10

105 Reykjavík

Kennitala: 540286-1169