Geislun í umhverfinu
Geislun er náttúrulegur hluti af umhverfi jarðarinnar. Geislun getur verið náttúruleg eða af mannavöldum.
Geislavarnir ríkisins fylgist með og vaktar geislun í umhverfinu. Áhersla er lögð á geislun af mannavöldum því það er geislun sem við getum haft áhrif á. Þegar styrkur geislunar er metinn, er gott að bera það saman við náttúrulega bakgrunnsgeislun.
Mælingar á Íslandi
Geislavarnir ríksins hafa til umráða næm skimunarkerfi og margvíslegan mælibúnað auk rannsóknastofu til að greina geislavirk efni í sýnum af mikilli nákvæmni.
Mælingar eru til dæmis gerðar á:
andrúmslofti
matvæli
sjó og regnvatni
Mælingar og vöktun á geislun í umhverfinu er hluti af viðbúnaði Geislavarna. Geislamælingar eru fyrst og fremst til þess að fylgjast með styrk geislavirkra efna til að fá upplýsingar um bakgrunnsgeislun á Íslandi.
Hingað til hafa mælingar sýnt að bakgrunnsgeislun á Íslandi er lítil. Því þarf ekki að hafa áhyggjur af heilsufarslegum áhrifum af geislavirkum efnum í umhverfinu.
Geislavarnir ríkisins taka saman vöktunarmælingar á geislavirkum efnum og matvælum (pdf).
Náttúruleg geislun í umhverfi
Helsta uppspretta náttúrulegrar geislunar er:
geislun sem berst til jarðarinnar frá himingeiminum, kölluð geimgeislun
geislun frá geislavirkum efnum í jarðvegi og bergi
geislavirk lofttegundir, til dæmis radon
geislavirk efni í líkamanum, til dæmis í blóði og beinum eins og C-14
Bakgrunnsgeislun er breytileg frá einum stað til annars. Sem dæmi má nefna að á Íslandi er geislun frá bergi og jarðvegi lítil miðað við mörg önnur lönd. Ástæðan er að íslenskt berg er að mestu basískst og snautt af geislavirkum efnum.
Geislun í umhverfi af mannavöldum
Geislun af mannavöldum er yfirleitt vegna starfsemi þar sem unnið er með geislun eða í starfsemi sem leiðir af sér geislavirk efni. Þetta getur til dæmis verið:
þar sem borað er eftir olíu og gasi
við rekstur kjarnorkuvera
í læknisfræði
Geislavirkur úrgangur er geymdur á öruggum stað og fer ekki út í umhverfið fyrr en styrkur þess er orðinn mjög lítill.
Einnig er að finna geislun í umhverfi af mannavöldum vegna fyrri kjarnorkutilrauna og kjarnorkuslysa. Þessi geislun fer minnkandi því styrkur geislunar minnkar með tímanum.
Samantekt
Geislun í umhverfinu er bæði náttúruleg og af mannavöldum. Geislavarnir ríkisins fylgjast með og mæla geislun í umhverfinu.
Bakgrunnsgeislun á Íslandi er lítil. Því þarf ekki að hafa áhyggjur af heilsufarslegum áhrifum af geislavirkum efnum í umhverfinu.
Þjónustuaðili
Geislavarnir ríkisins