Fara beint í efnið

Upplýsingar fyrir ökumenn vegna hjólreiða

Ökumenn bifreiða bera ábyrgð gagnvart öðrum vegfarendum og verða að haga akstri og hraða þannig að öryggi allra vegfarenda sé tryggt. Mikilvægt er að ökumenn sýni hjólreiðamönnum aðgát og tillitsemi, sérstaklega á veturna, þar sem aðstæður geta verið erfiðar.

Áður en lagt er af stað

  • Ökumenn mega ekki nota farsíma eða önnur snjalltæki við við akstur.

Í umferðinni

  • Þegar ekið er fram úr reiðhjóli eða léttu bifhjóli skal hliðarbil vera að lágmarki 1,5 metrar.

  • Umferð hjólreiðamanns og gangandi eiga forgang, þegar beygt er til hægri á gatnamótum.

  • Áður en beygt er til hægri þarf ökumaður að vera þess viss að beygja ekki í veg fyrir hjólreiðamann sem hann gæti hafa tekið fara fram úr.  

Hringtorg

Ökumenn þurfa að sýna hjólreiðamönnum sérstaka tillitsemi og aðgæslu í hringtorgum. Passa þarf að

  • skapa hjólreiðamanninum pláss

  • draga úr hraða eins og þörf er á

  • gæta að forgangi hjólreiðamanns sem er staðsettur í innri hringnum, ef ekið er í ytri hring

  • hættulegt er að taka framúr hjólandi í beygju á sömu akrein, hvort sem það er í hringtorgi eða annarstaðar

Innkeyrslur

Þegar bíl er ekið út úr innkeyrslu yfir gangstíg þarf að gæta bæði að umferð um gangstíginn og á akbrautinni. Það þarf í raun að aka í tveimur skrefum út.

  1. Stöðva við brún innkeyrslunnar og gangstígsins og athuga hvort nokkur umferð gangandi eða hjólandi sé á stígnum.

  2. Stöðva við brún götunnar og líta eftir umferð áður en ekið er út á hana.   

Lög og reglur

Þjónustuaðili

Samgöngu­stofa

Tengt efni