Sækja má um undanþágu frá reglum um lengd, breidd, hæð, heildarþyngd og ásþunga ökutækis til Samgöngustofu. Þetta á við:
þegar nauðsyn þykir bera til, vegna óskiptanlegra eða sérstakra flutninga sem ekki geta með góðu móti farið fram með öðrum hætti
varðandi undanþágu frá lengd, breidd og hæð á skiptanlegum farmi ef augljós hagkvæmnisrök mæla með slíkum flutningum
flutning á farþegum í sérstökum tilvikum á styttri leiðum þegar nauðsyn krefur, meðal annars til að tryggja öryggi farþega, enda sé umferðaröryggi ekki skert eða aukin hætta á skemmdum á vegamannvirkjum.
Óska þarf eftir undanþágu þegar:
Heildarhæð farms er 4,20 metrar eða meira
Heildarbreidd farms er 2,55 metrar eða meira
Lengd bíls er 12 metrar eða meira
Heildarlengd vagnlestar (bíll + vagn) er 18,75 metrar eða meira
Heildarþyngd fer eftir aðstæðum hverju sinni. Sjá frekar í reglugerð
Athugið. Listinn hér fyrir ofan er ekki tæmandi en á við um algengustu dæmin um undanþágur. Sjá frekar í reglugerð um stærð og þyngd ökutækja.
Hvenær þarf samþykki lögreglu?
Þegar mál farms er með eftirfarandi hætti þá er gerð krafa um samþykki eða samráð
lögreglu varðandi lögreglufylgd:
Hæð farms er 5,50 metrar eða meira
Samþykki þarf frá Landsneti fyrir meiri hæð en 6 metrum vegna raflína, utan höfuðborgarsvæðisins
Samþykki þarf frá Rarik fyrir meiri hæð en 5,5 metrum vegna raflína, utan höfuðborgarsvæðisins
Samgöngustofa kannar það hverju sinni og leiðbeinir umsækjanda að sækja sérstaklega um fyrir hæðarflutninga hjá Landsneti og Rarik ef það á við
Breidd farms er 3,50 metrar eða meira
Heildarlengd vagnlestar er 30 metrar eða meira
Í einstaka tilfellum þegar gefin er undanþága fyrir einstaklega þungum flutningi
Á einnig við um fylgd í gegnum jarðgöng vegna breiddar, ef stöðva þarf umferð um brýr vegna flutninga og fleira
Húsflutningar sem þarfnast samþykki lögreglu
Þegar verið er að flytja hús eða mannvirki sem á að færa á varanlegan stað þarf staðfesting frá byggingarfulltrúa eða stöðuleyfi að fylgja umsókninni þessu til staðfestingar. Þetta á við þegar verið er að flytja íbúðarhús, gestahús, sumarbústað, garðhús eða því um líkt.
Lög og reglur
Þjónustuaðili
Samgöngustofa